Þann 4. desember siðastliðinn sendi Atvest út þjónustukönnun en alls var sent út á 369 aðila sem hafa verið í samskiptum við starfmenn Atvest á síðastliðnum árum með einum eða öðrum hætti. Svarhlutfallið var 30 % en svör bárust frá 114 aðilum. Niðurstöður þjónustukönnunarinnar liggja nú fyrir.
Spurt var ma. hversu aðgengileg þjónusta Atvest væri, en 61,5 % sagði að þjónusta Atvest væri mjög aðgengileg eða frekar aðgengileg. 43% svarenda taldi líklegt að þeir myndi nýta sér þjónustu eða aðstoð Atvest, 8 % ekki, hinir voru óákveðnir. Þegar spurt var hvers konar aðstoð aðilar myndu vilja nýta sér næstu 12 mánuði kom eftirfarandi í ljós:
Hver konar aðstoð myndir þú helst vilja fá á næstu 12 mánuðum? | Mjög / Frekar líklegt |
Styrkuumsóknargerð | 36% |
Taka þátt í klasasamstarfi | 31% |
Vöruþróun | 29% |
Markaðs- og kyningarstarf | 28% |
Viðskiptaáætlanagerð | 26% |
Samvinna sértæk | 24% |
Rannsóknar- og þróunarstarf | 23% |
Rekstaráætlanagerð | 17% |
Enga aðstoð | 15% |
Handleiðsla við stofnun fyrirtækja | 12% |
Fjárfestingarráðgjöf | 9% |
Stærri fjárfestingarverkefni | 7% |
Fjárfestakynningu | 5% |
Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækis | 3% |
Lánsumsókn til banka/ fjármálastofnunar | 2% |
Einungis 15 % svarenda taldi sig ekki þurfa aðstoð frá Atvest á næstu 12 mánuðum.
Spurt var um sýnileika félagsins en 30% svarenda taldi starf Atvest vera sýnilegt, en 38,5 % starfið ekki vera nægilega sýnilegt.
Meirihluti svarenda hafði kynnt sér vinnu við Sóknaráætlun landshluta eða 60 %, 50% svarenda hafði kynnt sér Ísland 2020 og meirihluti svarenda hafði kynnt sér atvinnumálastefnuna í sínu sveitarfélagi eða 60%.
Þeir sem sögðust hafa fengið aðstoð frá Atvest á síðastliðnum 12 mánuðum voru sérstaklega spurðir hvernig þeim hefði þótt þjónustan. Þar sögðust 41 % svarenda hafa þegið aðstoð frá verkefnastjórum Atvest á síðastliðnum 12 mánuðum. Af þeim voru 79 % ánægðir, frekar og mjög ánægðir, 16,5 % var hvorki ánægður né óánægður en 4,5 % sagðist vera óánægður. Að lokum var spurt hvort viðkomandi myndi mæla með vinnu og ráðgjöf verkefnastjóra Atvest og sögðust 84% þeirra myndu mæla með þeim.
Starfsmenn Atvest vilja þakka þeim sem sáu sér fært að taka þátt í þessari könnun og hjálpa okkur að leita leiða til að bæta það sem betur má fara í starfi félagsins.
Nánari upplýsingar um könnun Atvest veitir Neil Shiran Þórisson framkvæmdastjóri félagsins.