| | |

Styrkir til verkefna í ferðaþjónustu

 

Auglýst hefur verið eftir styrkumsóknum frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Hægt er að sækja um styrki til tvenns konar verkefna. Annars vegar verkefna í ferðaþjónustu, og hins vegar ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna.

Styrkir til verkefna í ferðaþjónustu
Allir sem starfa að eflingu ferðaþjónustu á milli landanna þriggja geta sótt um styrk að hámarki 100.000 danskar krónur og skulu umsóknir fela í sér samstarf milli einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja í tveimur af löndunum þremur hið minnsta. Ekki eru veittir styrkir vegna launakostnaðar, ráðgjafar, útgáfu efnis eða vefsíðugerðar. Sækja má um aðstoð á ferðaþjónustu til: markaðssetningar, nýsköpunar og vöruþróunar, kynnisferða á milli ferðaþjónustufyrirtækja og til gæða- og umhverfismála innan ferðaþjónustunnar.

Styrkir vegna kynnis- og námsferða
Eitt af markmiðum samstarfssamnings um ferðamál á milli Íslands, Grænlands og Færeyja er að auka samskipti og fjölga heimsóknum á milli landanna þriggja. Auglýst er eftir ferðastyrkjum til að vinna að samstarfsverkefnum sem varða tvö af löndunum þremur hið minnsta. Styrkjunum er einvörðungu ætlað að standa straum af ferðakostnaði. Hámarksstyrkur á hvern einstakling er  1.000 danskar krónur og hvert verkefni fær að hámarki 20.000 danskar krónur í heildarstyrk. Sækja má um styrk til kynnis- og námsferða fyrir; skóla-, íþrótta- og tónlistarhópa og annars menningarsamstarfs.

Umsóknafrestur
Lokafrestur til að skila umsókn er 30. september 2011. Svör við umsóknum verða send umsækjendum eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi.

Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast
hér.

Frekari upplýsingar um NATA má nálgast hér.