| | |

Kynning á Nýsköpunarkeppni Vaxvest og Atvest á Patreksfirði

Kynning verður á Nýsköpunarkeppni Atvest og Vaxvest á Patreksfirði fimmtudaginn 26. febrúar 2009 kl. 17. í Sjóræningjahúsinu.
Jafnframt verður grunnkennsla í gerð viðskiptaáætlanna.


Nýsköpunarkeppnin miðar að því að styðja við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir og styðja frumkvöðla til framkvæmda með fjárframlagi og faglegri ráðgjöf og eiga svo þessar hugmyndir að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum.

Allir eru boðnir velkomnir að mæta og verða kaffi og léttar veitingar í boði.