| | |

Willtir Westfirðir tilnefndir til Edduverðlaunanna 2007

Þættirnir Willtir Westfirðir í leikstjórn Kára Schram er tilnefndir til Edduverðlaunanna 2007 í flokknum Frétta og/eða viðtalsþáttur ársins. Meðlimir ÍKSA, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar munu síðan kjósa vinningshafa úr hópi tilnefndra. Edduverðlaunin verða afhent þann 11.nóvember n.k. á Hilton Nordica Reykjavík og verður sjónvarpað beint frá athöfninni á RÚV. Soffía Gústafsdóttir verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélagsins fer með stórt hlutverk í þáttunum auk þess þess að vera frumkvöðullinn að gerð þeirra.

Þættirnir eru tveir eru og fjalla um villta náttúru Vestfjarða, mannlíf, menningu og matargerð undir berum himni. Þeir voru sýndir á Rúv í sumar.