| | |

Visthæfar samgöngur kynntar 29. nóv

Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 13:00 – 15:45  verður haldinn opinn fundur um orkuskipti og visthæfar samgöngur. Fundurinn verður haldinn í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði. Fundinum verður varpað út í fjarfundi til Hnyðju á Hólmavík og Skorar á Patreksfirði.Þau sem flytja erindi eru:

  • Anna Margrét Kornelíusdóttir, NýOrku  - Stefnumótun Íslenskra stjórnvalda -Rafvæðing bílaflotans.
  • Erla Björk Þorgeirsdóttir, Orkustofnun –Raforkumál á Vestfjörðum.
  • Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuseturi á Akureyri – Orkuskipti
  • Lína Björg Tryggvadóttir Fjórðungssambandi Vestfj.– Orkunotkun og tenging við verkefnið Umhverfisvottun Vestfjarða

Dagskrá hefur þó ekki verið klöppuð í stein og gæti því breyst,. Endanleg dagskrá verður send út  um miðja næstu viku. Þessi fundur er haldinn til þess að kynna leiðir sem bjóðast til að breyta úr bensínbílum yfir í rafbíla. Fyrir þá sem hyggjast mæta á fundinn á Ísafirði væri gott að láta Magneu hjá ATVEST vita.