| | |

Viðhorfskönnun ferðaþjóna á Vestfjörðum 2013.

Bjartsýni meðal ferðaþjónustuaðila

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða gerði á dögunum viðhorfskönnun meðal aðila í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Send var netkönnun á netföng 170 aðila á póstlista Markaðsstofu Vestfjarða og var svarhlutfallið 35% sem er um 5% aukning frá könnun 2012.

Markmiðið með könnunni var að kanna viðhorf ferðaþjóna til ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum til lykilþátta sem hafa áhrif á ferðaþjónustuaðila jafnt sem að mæla væntingar til komandi sumars.

Niðurstöðurnar voru athyglisverðar fyrir margra hluta sakir og ber líklegast hæðst bjartsýni ferðaþjóna, bæði hvað varðar sumarið 2013 og svo um horfur til ársins 2014. Bæði töldu ferðaþjónar að ferðamönnum hefði fjölgað árið 2014 og útlit væri fyrir áframhaldandi fjölgun sumarið 2014. Jafnframt telja þeir að ferðamannatímabilið sé að lengjast. Líklegast eru þetta mikilvægar ástæður fyrir því að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja ætlar að gera breytingar í rekstri sínum fyrir næsta ár og fjárfesta í ýmiskonar verkefnum.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru sem hér segir:

  • 84% ferðaþjóna taldi ferðamönnum hafa fjölgað á Vestfjörðum 2013 ef miðað er við 2012.
  • 40% ferðaþjóna töldu tekjur sýnar hafa aukist árið 2013 ef miðað er við 2012.  Sem er 20% minna en frá könnun síðasta árs
  • 60% ferðaþjóna á von á aukningu ferðamanna árið 2014.  Sem er 15% aukning frá síðustu könnun.
  • 40% ferðaþjóna taldi ferðasumarið vera lengra árið 2013 ef miðað er við 2012.
  • 50% ferðaþjóna ætlar að gera breytingar á sýnum rekstri fyrir sumarið 2014.
  • 55% ferðaþjóna er ánægður með kynningarefni um Vestfirði.
  • 64% ferðaþjóna telur samgöngumálum vera ábótavant í þjónustu við ferðamenn á Vestfjörðum.
  • 69% ferðaþjóna veitti auglýsingum eða umfjöllun um ljósmyndakeppnina „Mínir Vestfirðir“ sumarið 2013.
  • 51% ferðaþjónustufyrirtækja skilaði hagnaði á síðasta ári.

Niðurstöður könnunar má finna í þessu skjali.

Nánari upplýsingar vegna könnunarinnar veitir Valgeir Ægir Ingólfsson, verkefnastjóri hjá Atvest í síma 490-2350 eða valgeir@atvest.is.