| | |

Vestfirðir á teikniborðinu

Vetrarþing Framtíðarlandsins undir yfirskriftinni Vestfirðir á teikniborðinu verður haldið í Edinborgarhúsinu þann 10.nóvember nk. Markmið málþingsins er að leiða saman sérfræðinga á sviði nýsköpunar og fremstu eldhuga vestfirsks atvinnulífs.

Fram kemur á heimasíðu Framtíðarlandsins m.a. að: "Í þröngum fjörðum Vestfjarðakjálkans hafa Íslendingar í hundruð ára lifað í sambýli við myrkur, einangrun og óútreiknanleg náttúruöfl. Í gegnum þá sögu hafa Vestfirðingar tileinkað sér atgervi, ósérhlífni og þor sem á sér fáa líka. Þessir eiginleikar sjást hvergi skýrar en í öflugu nýsköpunarstarfi í atvinnumálum Vestfjarða".

Þingið hefst kl. 9:00 stendur til kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn, en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á vef Framtíðarlandsins.

 

Dagskrá þingsins er eftirfarandi:

 • 9:00 Þingstjóri setur þingið
 • Morgunþing: Nýsköpun í verki
 • 9:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnar morgunþingið
 • 9:40 Sjóstöng í Sókn | Elías Guðmundsson fjallar um sjóstangveiði á Vestfjörðum
 • 10:05 Er eitthvað á fólkinu að græða? | Helga Vala Helgadóttir ræðir um menningar- og atvinnulíf á Vestfjörðum
 • 10:30 Kaffihlé
 • Morgunþing: Nýsköpun í verki frh.
 • 10:40 Kyngikraftur Náttúrunnar | Aðalbjörg Þorsteinsdóttir flytur erindi um Villimey ehf.
 • 11:05 Strandagaldur | Sigurður Atlason fer yfir sögu Galdrasýningar á Ströndum og framtíðarsýn.
 • 11:30 Sigmundur Davíð tekur fyrirlestra saman og stjórnar umræðum
 • 12:15 Hádegisverður 
 • 13:00 Tónlistaratriði | Tríó Kristjáns Hannessonar, Hrólfur Vagnsson og Haukur Vagnsson
 • 13:25 Viðburðir og ímyndin. | Rúnar Óli Karlsson
 • 14:00 Ímynd og ásýnd Vestfjarða | Sverrir Björnsson hjá Hvíta húsinu
 • Kl. 14:45 - Kaffihlé
 • Eftirmiðdagspallborð: Auðlind sérstöðunnar
 • 15:25 Björg Eva Erlendsdóttir opnar eftirmiðdagsþingið og stýrir pallborði:
  - Peter Weiss | Háskólasetur Vestfjarða - Ísafirði
  - Alda Davíðsdóttir | Sjóræningjahúsið - Patreksfirði
  - Guðmundur Guðjónsson | Kalkþörungaverksmiðjunni - Bíldudal
  - Harpa Grímsdóttir | Veðurstofu Íslands - Snjóflóðasetur Ísafirði
  - Arthúr Bogason | Félag smábátaeigenda
 • 16:00 Lokaorð | Ólafur Sveinn Jóhannesson
 • 16:30 Þingstjóri tekur þingið saman og slítur þvíÞingstjóri er Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir