| | |

Vaxtarsamningur Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um rannsóknarstyrki fyrir nema

Vaxtarsamningur Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um rannsóknarstyrki fyrir nema.  Verkefni eiga að tengjast rannsóknum, nýsköpun og þróun í ákveðinni atvinnugrein eða fyrir atvinulífið í heild sinni og eiga verkefnin að miðast við uppbyggingu samfélags og atvinnulífs á Vestfjörðum.  Hvatt er til samstarfs við fyrirtæki innan Vestfjarða. 

 

Verkefnin eiga að vera t.d. lokaverkefni í grunnháskólanámi (BS, BA gráða) eða loka verkefni í framhaldsnámi (MSc, MBA, MRM, MA, PhD- gráða eða sambærileg gráða).  Umsóknafrestur er til 1. maí næstkomandi.
 
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Vaxvest á eftirfarandi slóð http://www.vaxvest.is/efni.asp?m=46
 
Einnig veitir Neil Shiran Þórisson , shiran[hja]vaxvest.is upplýsingar.