| | |

Vatnavinir Vestfjarða hlutu hvatningarverðlaun Iðnaðarráðherra

 Vatnavinir Vestfjarða hlutu hvatningarverðlaun Iðanaðarráðherra fyrir verkefni sem miða að samstarfi skapandi greina og ferðaþjónustu.  Verðlaunin voru afhend á Ferðamálaþingi sem haldið var á Ísafirði 5. og 6. október sl. Þrjú verkefni voru tilnefnd; Vatnavinir Vestfjarða, Eyðibýli á Íslandi og Fuglastígur á Norðausturlandi, og komu aðalverðlaunin, 1 milljón króna, komu í hlut Vatnavina Vestfjarða.

 

Vatnavinir Vestfjarða er samstarfshópur í heilsutengdri ferðaþjónustu þar sem landeigendur, ferðaþjónar, stjórnsýsla og aðrir áhugamenn á Vestfjörðum vinna í nánu samstarfi með Vatnavinum og Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða sem hlúð hafa að framgangi verkefnisins sem hrint var úr vör fyrir tveimur árum. Markmiðið verkefnisins er að þróa vestfirskt aðdráttarafl á heimsvísu tengt náttúru, heilsu, baðmenningu og vatni og auka þannig verðmætasköpun innan svæðisins. Samstarfshópurinn Vatnavinir Vestfjarða hvetur til sjálfbærrar nýtingar náttúrulauga á Vestfjörðum og nýjunga í heilsuþjónustu er stuðla að fjölgun ferðamanna á Vestfjörðum á næstu árum. Þess má geta að Vatnavinir Vestfjarða hafa opnað nýjan vef á slóðinni www.watertrail.is