| | |

Úthlutun úr Vaxtasamning Vestfjarða - 22 verkefni hlutu styrk

Vaxtarsamningur Vestfjarða, sem er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða 2014, hefur boðið 22 verkefnum styrk fyrir samtals 24 m.kr.

 

Úthlutunarstjórnin var ánægð með fjölda, fjölbreytileika og gæði þeirra umsókna sem bárust Vaxvest en í heildina vorum rúmlega 35 verkefni sem höfðu samband við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða sem heldur utan um starfsemi Vaxtarsamnings Vestfjarða.

 

Vegna mikils fjölda áhugaverðra verkefna var í mörgum tilfellum ekki unnt að veita umbeðnar upphæðir og því þurfa öll verkefnin að aðlaga sig að veittum styrkjum. Í sumum tilfellum voru styrkir skilyrtir við ákveðna verkþætti innan verkefnisins.

 

Bundnar eru vonir við að ofangreind verkefni muni skapa langvarandi verðmæti fyrir Vestfirði og komi til með að auka fjölbreytileika og styrkleika atvinnulífs svæðisins.

 

Vaxtarsamningur Vestfjarða er samstarfsverkefni Iðnaðarráðuneytisins og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Unnið er samkvæmt kenningum um fyrirtækjaklasa með samvinnu fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga um eflingu atvinnulífs og bætt umhverfi fyrir atvinnustarfsemi. Lögð er áhersla á þær atvinnugreinar sem eru nú þegar sterkar á Vestfjörðum og styðja þær enn frekar til að takast á við alþjóðlega samkeppni.

 

Verkefni sem hlutu styrk í þessari úthlutun eru sem hér segir:

 

Arctract - framleiðsla á virðisaukandi afurðum úr sjávarfangi

Skrásetning auðlinda ferðaþjónustu Vestfjarða

Rorum – sjálfbær nýting á þangi í Ísafjarðardjúpi

Markaðssetning á hágæða fiskiolíu

Náttúrubarnaskóli

Steinbítshausar –vöruþóun

Ofurkæling afla á smábátum

Umhverfisáhrif sjávarútvegsfyrirtækja.

Strandaber - framleiðsla á ofurfæðu úr bláberjum

Truefresh – ný hraðfrystitækni.

Norður Garum – framleiðsla á fiskikrafti/fiskisósu með gamalli aðferð.

Heilsulind Sjávarböð – efnagreiningar.

Markaðsþróun fyrir steinbít með áherslu á asíumarkaði.

Bætt nýting hliðarafurða í sjávarútvegi m.t.t. sérhæfðra markaða

Vöruþróun í ferðaþjónustu – Stiklusteinn

Menningar- og sögulegur arfur Vestfjarða: Hollendingar við Tálknafjörð og Björgunarafrekið við Látrabjarg - vöruþróun í ferðaþjónustu á Sunnanverðum Vestfjörðum

Steinshús – vöruþróun á safni um Stein Steinarr.

Markaðsþróun fyrir heilsuvörur úr hafinu.

Náttúrufjörðurinn Önundarfjörður – vöruþróun í ferðaþjónustu

GKP longline system – vöruþróun í vinnslulausnum fyrir línuskip.

Baskavinafélagið og Sánverjavígin – vöruþróun í sögutengdri ferðaþjónustu.

Breiðarfjarðarátakið – markaðssetningarverkefni fyrir ferðaþjónustuklasa

 

 

Nánari upplýsingar um verkefnin og vaxtasamning Vestfjarða er hægt að fá hjá framkvæmdastjóri AtVest, Shiran Þórisson í s.450 3000 og shiran@atvest.is