| | |

Umsóknir fyrir barnamenningu

List fyrir alla er áætlun sem býður styrki til að halda menningarviðburði fyrir börn, efla menningu sem sköpuð er af börnum eða með þeirra þátttöku. Sótt er um á www.listfyriralla.is/barnamenning fram til 29. mars. 

Helst er höfðað til listamanna og annarra sem sinna barnamenningu í tónlist, sviðslistum, myndlist og ekki síður þar sem farið er inn á nokkur svið lista og menningar. Umsóknarferlinu hefur verið breytt þannig að ekki er sótt lengur til RANN'IS. Gott er að hafa nokkuð nákvæma áætlun tiltæka áður en umsókn er fyllt út.