Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur auglýst eftir umsóknum í Átak til Atvinnusköpunar á heimasíðu sinni.
Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Markmið verkefnisins
- Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta.
- Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla og sprotafyrirtækjum.
Sérstök áhersla er lögð á:
- Verkefni sem skapa ný störf
- Nýsköpun og/eða samstarfsverkefni sem byggja á hönnun
- Nýsköpun sem á sér stað í klasasamstarfi
- Verkefni sem eru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðamarkaði