Vaxtarsamningur Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum í verkefni sem hafa eftirfarandi markmið:
Markmið samningsins er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Vestfjörðum og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins.
Leiðirnar til þess að ná markmiðum eru eftirfarandi og þurfa verkefni að taka mið af þeim:
- Efla samstarf fyrirtækja, háskóla og opinberra stofnana um þróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins.
- Þróa áfram og efla klasasamstarf vaxtargreina svæðisins og efla svæðisbundna sérþekkingu á vel skilgreindum styrkleikasviðum.
- Fjölga samkeppnishæfum fyrirtækjum og störfum og efla framboð á vörum og þjónustu.
- Stuðla að útflutningi vöru og þjónustu og gjaldeyrisskapandi starfsemi.
- Nýta möguleika sem skapast með aðild að alþjóðlegum verkefnum.
- Laða að alþjóðlega fjárfestingu og þekkingu.
Sérstök áhersla er lögð á klasaverkefni í sjávarútvegi og í menningartengdri ferðaþjónustu.
Fyrir nánari upplýsingar um klasa er bent á heimasíðu Vaxvest (www.vaxvest.is) og þar er einnig að finna nánari upplýsingar fyrir umsækjendur.
Nánari upplýsingar og ráðgjöf varðandi umsóknir og verkefni veitir framkvæmdastjóri Vaxvest , Shiran Þórisson (shiran@atvest.is ).
Umsóknarfrestur er til 18. Mars næstkomandi.