| | |

Umsóknaferli 2013 lokið

Umsóknarferli til Rannsókna og nýsköpunarsjóðs Vestur-Barðastrandasýslu er lokið og bárust alls 10 umsóknir. Sérstök áhersla fyrir árið 2013 var lögð á að verkefni væru í eftirtöldum flokkum:  fiskeldi, úrvinnsla á hráefni auðlinda svæðisins, ræktun og veiði skeldýra auk ferðaþjónustu (markaðs, umhverfis-og þróunarverkefni).  

Frá stofnun sjóðsins 2008 hefur sjóðurinn styrkt verkefni til grunnrannsókna m.a. á sviði fiskeldis, kræklingaræktun og einnig til ferðaþjónustu á víðum grundvelli.  Sem dæmi um verkefni sem hafa hlotið styrk má nefna  rannsóknir Náttúrustofu Vestfjarða í samstarfi við fyrirtæki í Vestur – Barðastrandasýslu á sviði fiskeldis og kræklingaræktar.  

 

Stefnt er að úthlutun úr sjóðnum í lok september 2013.