| | |

Umhverfisvæn nýsköpun, bættar framleiðsluaðferðir.

Auglýstur hefur verið umsóknarfrestur fyrir umhverfisvæna nýsköpun undir Nýsköpunaráætlun ESB. Fresturinn er til kl. 17:00 að staðartíma í Brussel þann 10. september 2009.
Verkefnin skulu fjalla um nýja tækni, vörur eða framleiðsluaðferðir í atvinnugreinum þar sem umtalsverðir möguleikar eru á betrumbótum, t.d í matar- og drykkjarframleiðslu og byggingariðnaði.
Áhersla verður lögð á verkefni sem komin eru á markaðsfærslustig þ.e. tækni, vöru eða framleiðsluaðferðir sem sýnt hefur verið fram á að virki tæknilega en ekki tekist að koma í notkun á markaðinum enn sem komið er. Verkefnin skulu ennfremur miða að því að minnka umhverfisáhrif eða betrumbæta frammistöðu fyrirtækja í umhverfismálum.


Nánari upplýsingar er að finna hér