| | |

Tækniþróunarsjóður með kynningarfund á Ísafirði fimmtudaginn 28.ágúst

Rannís – Rannsóknamiðstöð Íslands verður með kynningu á Tækniþróunarsjóði á Skrifstofuhótelinu, Hafnarstræti 9 Ísafirði, fimmtudaginn 28. ágúst n.k. milli klukkan 10 og 12.
Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja rannsóknir og tækniþróun sem stuðlar að aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. Tækniþróunarsjóður hefur heimild til að fjármagna nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Sjóðurinn styrkir tækniþróun og tengdar rannsóknir í þágu nýsköpunar atvinnulífsins, m.a. í samstarfi við stofnanir, háskóla og fyrirtæki. Hann styrkir einnig uppbyggingu sprotafyrirtækja og fjármagnar verkefni á einstökum tæknisviðum til að treysta tæknilegar undirstöður atvinnuveganna. Sjóðurinn styrkir líka lítil verkefni á vegum einstaklinga og smáfyrirtækja sem eru líkleg til að verða atvinnu- og tekjuskapandi.
Á fundinum verður sjóðurinn kynntur og farið yfir forsendur stuðnings úr sjóðunum en umsóknarfrestur í sjóðinn er til 15. Sept. n.k.
Á fundinum verður jafnframt stutt kynning á Eureka, sem er evrópusamstarf á sviði tækni og iðnþróunar, og Eurostars, sem er styrkjaáætlun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun.
Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins:

Tækniþróunarsjóður - Kynningarfundur á Skrifstofuhótelinu Ísafirði
Fimmtudaginn 28. ágúst kl 10 00 - 12 00

Tækniþróunarsjóður forsendur stuðnings
Sigurður Björnsson, fagstjóri nýsköpunar- og tæknisviðs Rannsóknamiðstöðvar Íslands, RANNÍS
Snæbjörn Kristjánsson, rekstrarstjóri rannsókna og þróunar Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Eureka landsfulltrúi- NPC

Eureka og Eurostars stutt yfirlit
Snæbjörn Kristjánsson, rekstrarstjóri rannsókna og þróunar Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Eureka landsfulltrúi- NPC

Spurningar og svör