| | |

Svæðisþekking og nýjar áherslur í ferðaþjónustu

Á morgun er að hefjast námskeið í svæðisþekkingu fyrir Vestfirði. Námskeiðið er tvö kvöld og er frá kl 18-22. Námskeið ætlað öllum sem áhuga hafa á svæðis- og samfélagsþekkingu. Farið verður í samfélagsþætti, staðarþekkingu, upplýsingaleiðir og átthagafræði. Fjallað um náttúruna og söguna, vinsæla ferðamannastaði og fleira. Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur: • Hafi staðgóða samfélags- og staðarþekkingu • Þekki helstu upplýsingarveitur um ferðaþjónustu og ferðamannastaði á Vestfjörðum • Geri sér grein fyrir hvað er sérstakt og eftirsóknarvert á Vestfjörðum í heild og einkennum hvers svæðis fyrir sig (norðursvæði-suðursvæði-Strandir-Reykhólasveit) • Þekki hvað felst í hugtakinu menningartengd ferðaþjónusta • Kynnist helstu nýjungum í ferðaþjónustu Kennslutími: Þriðjudag 19. maí og miðvikudag 20. maí kl 18-22. Leiðbeinendur: Jón Jónsson, Jón Páll Hreinsson, Úlfar Thoroddsen, Sólrún Geirsdóttir og Björn Samúelsson. Kennslustaður: Þróunarsetrið á Hólmavík. Kennt í fjarfundi á Hólmavík, Ísafirði og Patreksfirði og Reykhólum. Verð: 2000.- kr fyrir hvort kvöld. Hægt er að taka annað kvöldið eða bæði. Þriðjudagur 19. maí Kl 18:00-19:20 Svæðisþekking Reykhólasveit – Björn Samúelsson Kl 19:20-20:40 Svæðisþekking á norðurfjörðum – Sólrún Geirsdóttir Kl 20:50 – 22:10 Svæðisþekking á suðurfjörðum – Úlfar Toroddsen Miðvikudagur 20. maí Kl 18-19:20 Nýjungar í ferðaþjónustu – Jón Páll Hreinsson Kl 19:20-22:10 Svæðisþekking Strandir og almennt um Vestfirði – Jón Jónsson