| | |

Svanni - Lánatryggingasjóður kvenna

 

Svanni - lánatryggingasjóður kvenna verður formlega settur á laggirnar næstkomandi föstudag með blaðamannafundi í Víkinni - Sjómannasafni kl.12.30.  Þann 8. mars sl. var undirritað samkomulag um endurreisn Lánatryggingasjóðs kvenna, en hann var starfræktur á árunum 1998-2003. Verkefnið er liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar á Íslandi. 

 

Svanni veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir og er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Sjóðurinn veitir helming ábyrgðar á móti banka.

Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu og gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki. Einnig er krafa um að líkur séu verulegar á að verkefnið/fyrirtækið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Guðmundsdóttir, starfsmaður sjóðsins í síma 582-4914 og í netfangið svanni@svanni.is

 

Fréttatilkynninguna í heild sinni má finna hér.