| | |

Súpufundur ferðaþjóna

Frá Café Riis í Moss í Noregi
Frá Café Riis í Moss í Noregi

Haldinn var súpufundur miðvikudaginn 17. maí á Hólmavík. 18 ferðaþjónar komu á fundinn og gæddu sér á dásamlegri súpu frú Báru á Café Riis. Völundur Jónsson frá Bokun.is kynnti starfsemi fyrirtækisins og eðli kerfisins, en það felur í sér rafræna bókun, greiðslur og söluumboð fyrir aðra ferðaþjónustu. Hann fór yfir möguleika á notkun kerfisins fyrir greinina hér á svæðinu og sýndi hvernig hægt er að fella það inn í heimasíður viðkomandi fyrirtækja. Um 630 ferðaþjónustuaðilar nota bokun.is hérlendis og það er að verða sífellt vinsælla erlendis. Þð gerir það að verkum að fólk sem bókar á einum stað  sér hvaða þjónusta er í bóði í nágrenninu og getur bókað annað samhliða viðskiptum við valda þjónustu. 

Gísli Ólafsson frá hvalaskoðunarfyrirtækinu Láka á Grundarfirði greindi frá því að fyrirtækið ætlaði að hefja rekstur á Hólmavík í sumar og vera með einn hvalaskoðunarbát frá miðjum júní og fram í september, enda henti svæðið afar vel til hvalaskoðunar. Hann og fyrirtækið voru boðin velkomin á svæðið.

Rætt var um framhald súpufunda af þessu tagi. Fundarmenn voru á því að slíkir fundir væru mjög gagnlegir og stefnan var tekin á að halda þá mánaðarlega, allavega yfir vetrartímann, en þó yrði haldinn annar fundur um miðjan júní, áður en ferðamannatímabilið hefst fyrir alvöru.