| | |

Styrkveitingar til ferðaþjónustu

Ferðamálastofa hefur auglýst styrkjasjóð sem á að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki. Sjóðurinn hefur 160 mkr. til umráða og er hæsti mögulegi styrkur 8 mkr. Umsóknarfrestur er til 5 febrúar. Umsækjendur geta verið sveitarfélög, einstaklingar og fyrirtæki. Verkefnin verða að vera unnin á árunum 2008-2009.
AtVest vill minna á að starfsmenn félagsins geta veitt ráðgjöf við útfærslu hugmynda og aðstoðað við styrkumsóknir. Áhugasamir ferðaþjónustuaðilar geta því sett sig í samband við starfsmenn félagsins á starfsstöðvum þess.
Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á vef Ferðamálastofu.