| | |

Styrkúthlutanir 2011


Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu  hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna úthlutunar sjóðsins árið 2011 og ákvörðun um framlög til einstakra verkefna liggur fyrir. Úthlutanir sjóðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru hverju sinni.

 

 

Alls bárust 11 umsóknir og í þeim hópi fjöldi góðra og spennandi verkefna. Veitt eru framlög til 4 verkefna, samtals að upphæð 8.100.000 m.kr.  Stjórn sjóðsins ákvað fyrir starfsárið 2011 að úthlutunarreglur miðuðu að  eftirfarandi flokkum; fiskeldi, úrvinnsla á hráefni auðlinda svæðisins, ræktun og veiði skeldýra og ferðaþjónustu.

 

 

Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu þakkar kærlega fyrir allar umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum velfarnaðar í verkefnum sínum. Umsóknir vegna starfsársins 2012 verða auglýstar á komandi haustmánuðum. 

  

Stjórn Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu stefnir á að halda málþing fyrir lok árs 2012, þar sem úthlutanir sjóðsins verða til umræðu og hvernig sjóðurinn hefur nýst til nýsköpunar og rannsókna á starfssvæði hans.      

  

Í stjórn Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu  sitja Guðmundur Valgeir Magnússon formaður, Eyrún  Ingibjörg Sigþórsdóttir, Peter Weiss og Ásthildur Sturludóttir, starfsmaður sjóðsins er Valgeir Ægir Ingólfsson.  Stjórn sjóðsins ákveður úthlutunarreglur sjóðsins og styrkveitingar hverju sinni.

 


 

Eftirtalin verkefni fengu styrk fyrir starfsárið 2011.

 

  

Lífrænt botnfall frá sjókvíum og áhrif þess á setmyndun og lífríki botns. (Náttúrustofa Vestfjarða) – 2.000.000.-

 

 

Vatnsútflutningur frá Sveinseyri í Tálknafirði.  (Guðríður Birna Jónsdóttir) – 1.250.000.-

 

 

Úr eldhúsi sjóræningjans. (Sjóræningjahúsið) – 850.000.-

 

 

Einnig var ákveðið að styrkja Náttúrustofu Vestfjarða við uppbyggingu rannsóknarstofu á Bíldudal.  Sérstakur samningur verður gerður vegna þess verkefnis. Styrkurinn er að upphæð -4.000.000.-