| | |

Styrkir - Vöruþróun á Vestfjörðum

 

Vöruþróun á Vestfjörðum er stuðningsverkefni sem ætlað er starfandi fyrirtækjum á Vestfjörðum sem vilja vinna að nýsköpun, vexti eða umbótum í starfsemi sinni.
Markmið verkefnis:
Að treysta afkomu starfandi fyrirtækja með því að efla nýsköpun þeirra og innleiða viðvarandi nýsköpunarstarfssemi. 
  • Að veita aðstoð við að þróa þjónustu eða vöru á innanlandsmarkað eða til útflutnings.
  • Að veita faglegan og fjárhagslegan stuðning við þróun á þjónustu eða vöru.
  • Að koma samkeppnishæfri þjónustu eða vöru á markað innan 18 mánaða frá upphafi verkefnisins.
 
Ávinningur þátttökufyrirtækja
• Fullgerð vara eða þjónusta í verklok
• Markviss vinnubrögð til að stytta þróunartímann
• Fjárhagslegur stuðningur
Hver getur sótt um:
Fyrirtæki á Vestfjörðum sem búa yfir hugmynd að vöru eða þjónustu sem þau telja að feli í sér verulegt nýnæmi og ábata fyrir rekstur þeirra. 
Fyrirtæki sem hafa starfað í a.m.k. eitt ár.
 
Myndun verkefnishóps
Í hverju fyrirtæki verður myndaður verkefnishópur til að vinna að þróuninni. Fyrir hópnum fer ábyrgðarmaður sem leiðir starf hópsins milli vinnufunda ásamt verkefnisstjóra Impru. Vinna verkefnisstjóra er fyrirtækjunum að kostnaðarlausu.
Þróunarverkefni í hámark 18 mánuði
Þróunarverkefni taka að hámarki 18 mánuði. Á þeim tíma á að þróa skilgreinda hugmynd í markaðshæfa vöru eða þjónustu. Stuðningurinn felst í 2 meginþáttum: 
  • Faglegri aðstoð sem beinist að því að leiða verkefnið þrep fyrir þrep með verkefnisstjórnun í gegnum þróunartímabilið.
  • Fjárhagsleg aðstoð í formi styrks að hámarki 3.000.000 kr. til hvers fyrirtækis, gegn a.m.k. jafnháu mótframlagi fyrirtækisins.

Stuttar áfangaskýrslur og greiðslur
Styrkurinn er greiddur út í 1-3 hlutum eftir framgangi verkefnisins. Áður en styrkir eru greiddir sendir fyrirtækið verkefnisstjóra Impru, stutta skýrslu, fundargerðir og önnur gögn sem sýna þróun vinnunnar og árangur.
 
Skráning og nánari upplýsingar:
Arna Lára Jónsdóttir verkefnisstjóri Impru í síma 450 4051, netfang arnalara@nmi.is eða Sigríður Ó. Kristjánsdóttir verkefnisstjóri Impru í síma. 450 4052, netfang sirry@nmi.is
Umsóknarfrestur er til 2.nóvember 2009
 
Umsóknareyðublöð má finna hér.