| | |

Stofnun og rekstur fyrirtækja í eigu kvenna

 

Stofnun og rekstur fyrirtækja í eigu kvenna
 Fundur í sal Þróunarsetursins á Ísafirði, Árnagötu 2-4, 1. júní, kl.18.00 - 21.00.
Fundurinn er haldinn í kjölfar málþingsins „Stefnumót við vestfirskar konur“
sem haldið var á Ísafirði í febrúar 2010.
 
 
Fundurinn er ætlaður konum sem vilja koma að uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum.
Tilgangur fundarins er að fylgja febrúarmálþinginu eftir, kynna niðurstöður þess, drög að niðurstöðu Faghóps um eflingu kvenna í atvinnurekstri á Vestfjörðum og leggja til næstu skref.  Eitt af markmiðum fundarins er að skapa öflugt bakland vestfirskra kvenna sem:
(1) Reka nú þegar fyrirtæki
(2) Eru að undirbúa stofnun fyrirtækis
(3) Vilja stofna fyrirtæki
(4) Vilja styðja við bakið á atvinnurekstri kvenna á Vestfjörðum
(5) Vilja fjárfesta í fyrirtækjum. 
Allar þær konur sem sækja fundinn teljast til baklands sem hefur það að markmiði að styðja við og efla framtak kvenna í atvinnusköpun á Vestfjörðum.  Á fundinum mun veljast stjórn 3ja kvenna til að fylgja eftir árangri í stofnun og rekstri kvenfyrirtækja.
Dagskrá:
1.     Inngangur og niðurstöður hópavinnu Stefnumótsins í febrúar ( 30 mín)
2.     Drög að lokatillögum Fagráðsins (30 mín)
3.     Rýnt í tillögur Fagráðsins – hverju má breyta og hvað má bæta? (30 mín)
4.     Léttur kvöldmatur (30 mín)
5.     Ertu með góða hugmynd?  Hugmyndasmiðir, reynsluboltar og fjárfestar skiptast á skoðunum og ráðleggingum  (45 mín)
6.     Umræður um bakland vestfirskra kvenna í atvinnurekstri og skipan stýrihóps (15 mín).
7.     Dagskrárlok 
Fyrir fundinum stendur Fagráð um eflingu kvenna í atvinnurekstri á Vestfjörðum, sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða setti á laggirnar s.l. haust. Í ráðinu sitja Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Guðfinna S. Bjarnadóttir, fyrrverandi alþingismaður og f.v rektor HR, Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, Inga Karlsdóttir, útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði og Birna Lárusdóttir, bæjarfulltrúi á Ísafirði. Faghópurinn mun skila niðurstöðum til Atvest í kjölfar fundarins.
Fundurinn fer fram þriðjudaginn 1.júní n.k. í fundarsal Þróunarsetursins á Ísafirði, Árnagötu 2-4 og stendur frá 18.00-21.00.
Allar áhugasamar konur eru hvattar til að skrá sig til þátttöku hjá Ásgerði Þorleifsdóttur, hjá Atvest á netfangið asgerdur@atvest.is eða í síma 450-3053. Boðið verður upp á léttan kvöldverð.
Allar frekari upplýsingar má fá hjá Ásgerði Þorleifsdóttur í síma 450-3053/ asgerdur@atvest.is eða Birnu Lárusdóttur í síma 896-3367 eða bil@snerpa.is