| | |

Stjórn um undirbúning Vestfjarðarstofu

 Í þessari stjórn situr framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins Aðalsteinn Óskarsson, Díana Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi af hálfu starfsmanna auk Andreu Jónsdóttur og Péturs Markan sem eru formenn stjórna eininganna sem nú stendur til að sameina. Auk þeirra er í hópnum einn fulltrúi atvinnulífsins. Hlutverk undirbúningsstjórnarinnar er að ganga til samninga við hluthafa í AtVest, móta aðra samninga eftir atvikum og undirbúa ráðningu framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu. Ráðgjafar Capacent styðja undirbúningsstjórnina eftir föngum og miðla því efni sem aflað hefur verið og rita drög að samningum og öðrum skjölum sem fylgja þessari vinnu.