| | |

Stefnumót við vestfirskar konur

Málþingið „Stefnumót við vestfirskar konur“ verður haldið á Ísafirði laugardaginn 20. febrúar. Málþingið er ætlað vestfirskum konum sem ýmist eru í atvinnurekstri eða hafa hug á að hefja rekstur. Meðal fyrirlesara verður Guðjón Már Guðjónsson, gjarnan kenndur við Oz, en hann er einn af forsvarsmönnum Hugmyndaráðuneytisins, sem vinnur m.a. að framgangi hverskyns nýsköpunarhugmynda. Aðrir fyrirlesarar munu koma úr hópi kvenna í atvinnurekstri, innan og utan Vestfjarða.

Fyrir málþinginu stendur Fagráð um eflingu kvenna í atvinnurekstri á Vestfjörðum, sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða setti á laggirnar s.l. haust. Í ráðinu sitja Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð, Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi alþingismaður og rektor HR, Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, Inga Á. Karlsdóttir, útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði og Birna Lárusdóttir, bæjarfulltrúi á Ísafirði. Málþingið er einn liður í vinnu Fagráðsins en ráðið mun skila niðurstöðum með vorinu.

Sem fyrr segir fer málþingið fram laugardaginn 20. febrúar í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði og stendur frá kl. 10-15. Fyrirlestrar fyrir hádegi verða sendir með fjarfundabúnaði til Patreksfjarða, til að konum á sunnanverðum Vestfjörðum gefist kostur á að fylgjast með fyrri hluta málþingsins. Eftir hádegið er fyrirhuguð skipulögð hópavinna sem Guðfinna Bjarnadóttir og Þóranna Jónsdóttir stýra. Málþingsstjóri verður Inga Á. Karlsdóttir.

Allar áhugasamar konur eru hvattar til að skrá sig til þátttöku hjá Ásgerði Þorleifsdóttur, hjá Atvest á netfangið asgerdur@atvest.is eða í síma 450-3053. Þátttökugjald er 1.000 kr. en hádegisverður og kaffi er innifalið í gjaldinu. Þátttakendur í fjarfundi á Patreksfirði greiða ekkert gjald.

Allar frekari upplýsingar má fá hjá Ásgerði Þorleifsdóttur í síma 450-3053/ asgerdur@atvest.is eða Birnu Lárusdóttur í síma 896-3367/ bil@snerpa.is.