| | |

Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu

Nú liggur fyrir stefna ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum. Í samantektinni er gerð grein fyrir markmiðum, aðgerðurm og hvernig verður fylgt eftir þeim áföngum sem stefnt er að. Allir ferðaþjónar á svæðinu ættu að kynna sér heildarstefnuna og leggja sitt af mörkum, til dæmis með því að tileinka sér hugmyndirnar og taka þátt í samvinnu og samráði við aðra í greininni svo hún megi verða hornsteinn atvinnulífs á Vestfjörðum.