| | |

Starfsmenn Atvest á ráðstefnu um GEO Tourism

 

Starfsmenn Atvest sóttu ráðstefnu á Mývatni á dögunum en tilgangur ferðarinnar var að kynna sér hugtakið og þemað sem kallað er Geo Tourism og miðla þeirri þekkingu áfram til heimamanna. Geo-tourism hefur lítið sem ekkert verið nýtt á Vestfjörðum en getur í raun virkað sem regnhlíf og sameiningarafl fyrir mörg starfandi verkefni og fyrirtæki á svæðinu. Geo-tourism er tækifæri til að þróa sérhæfðari vöru- og þjónustu í ferðaþjónustu og stuðlað að nauðsynlegri stefnumótun í ferðaþjónustu.
 
Nánari lýsingu um Geo Tourism og skýrslu frá ráðstefnunni má lesa hér.