| | |

Starf hjá Atvest

 

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða auglýsir eftir starfsmanni til að starfa  við alhliða þróunarverkefni með starfsstöð á Ísafirði.  Atvinnuþróunarfélagið sinnir árlega um 200 skjólstæðingum í litlum sem stórum atvinnuþróunarverkefnum.  Á döfinni eru spennandi verkefni sem eflt geta atvinnulíf svæðisins, starfsmaðurinn verður því hluti af góðri  liðsheild sem starfar að því markmiði að efla atvinnulíf á Vestfjörðum.   Í starfi sínu þarf starfsmaðurinn að sýna frumkvæði, hafa mikla aðlögunarhæfni að síbreytilegum aðstæðum og fjölbreyttum verkefnum.  Mikilvægt er að starfsmaðurinn  geti unnið vel innan liðs ásamt því að vera sjálfstæður í verkefnum sínum þegar þörf er á.  

 

Verkefni starfsmannsins verða meðal annars:

 

Alhliða viðskiptaráðgjöf til fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélaga í margvíslegum tegundum verkefna.

Vinna að styrkumsóknum fyrir verkefni rekin af Atvest  eða styrkumsóknum fyrir fyrirtæki/einstaklinga  á Vestfjörðum.

Sjá um heimasíðu félagsins og miðlun upplýsinga til hagsmunaaðila félagsins

Þátttaka í margvíslegum greiningum bæði á atvinnulífi og búsetuskilyrðum

 

Hæfniskröfur – skilyrði:

 

Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Góð tölvukunnátta.

Góð enskukunnátta.

 

Hæfniskröfur – æskilegt:

 

Reynsla af stjórnun 

Reynsla af rekstri

 

Æskilegast er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst.

 

Umsóknargögn, vinsamlegast skilið inn: 

Kynningarbréfi þar sem  í stuttu og kjarnyrtu máli er gert grein fyrir kostum umsækjanda  sem nýtast í starfinu (ekki lengra en 2 A4 síður í 10 punkta letri).

Starfsferilskrá  (CV)sem er ekki lengri en 2 A4 síður í 10 punkta letri .

Skannað afrit af Prófskírteini/Prófskírteinum

2 meðmælabréf úr síðustu störfum, ef nýlokið námi þá meðmælabréf frá leiðbeinanda í lokaritgerð.

Námsferilskrá

 

Vegna eðli starfsins er óskað eftir stuttri ritgerð (hámark 1000 orð) sem svarar öllum eftirtalinna spurninga.

 

1. Hver er helsti atvinnuvegur Vestfjarða og hvaða áskoranir stendur sá atvinnuvegur frammi fyrir?

2. Að þínu mati hvaða sóknarfæri  eða fjárfestingatækifæri eru á Vestfjörðum?

3. Hvaða veikleiki/vandamál eru til staðar í vestfirsku atvinnulífi?

4. Gagnrýndu byggða- og atvinnustefnu stjórnvalda sem snerta Vestfirði?

 

Laun munu taka mið af kjarasamningum BHM við hið opinbera.

 

Umsóknir skal senda rafrænt  fyrir 14. janúar 2013 á netfangið shiran@atvest.is 

 

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri félagsins, Shiran Þórisson  í síma 450-3000 eða í gegnum fyrrgreint netfang.