| | |

Starf framkvæmdastjóra

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða leitar að framkvæmdastjóra fyrir félagið.

Umsjón með ráðninguna hefur ráðningarstofan Hagvangur og tengill fyrir starfið er hér: Auglýsing um stöðu framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri sér um rekstur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða sem er með starfstöðvar á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði. Starfsstöð framkvæmdastjóra verður á Ísafirði

Verkþættir
• Framkvæmdastjóri hefur yfirsýn verkefna á borð við nýsköpun, atvinnuþróun, ferðamál, menntun og rannsóknir á vegum félagsins
• Hann er í nánu samstarfi við undirmenn og starfið krefst virkrar stjórnunar og faglegrar forystu

Hæfniskröfur
• Mikil samskiptahæfni
• Góð þekking, innsæi og áhugi á atvinnu- og efnahagslífi á landsbyggðinni
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Færni í ræðu og riti
• Góð kunnátta í ensku og öðrum tungumálum
Kröfur um menntun og reynslu:
• Háskólamenntun er skilyrði
• Framhaldsnám er kostur
• Reynsla af stjórnun í atvinnulífi eða stjórnsýslu er áskilin
Upplýsingar veitir Albert Arnarson hjá Hagvangi.


Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar nk.