| | |

Smáframleiðsla matvæla á Vestfjörðum

Námskeiðaröð um tækifæri og möguleika í smáframleiðslu matvæla á Vestfjörðum  haldin í samstarfi  Impru á Nýsköpunarmiðstöð, Atvest, Vinnumálastofnunar og Vinnumarkaðsráðs.

 

Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir þátttakendum möguleika í smáframleiðslu, kveikja áhuga og neista þátttakenda og veita þeim sem eru með hugmyndir eða hafa byrjað framleiðslu, aðgang að sérfræðingum til að þróa vöruna nánar, allt í því skyni að styrkja matvælaframleiðslu og matartengda ferðaþjónustu á svæðinu. 

 

Námskeiðin eru fyrir ALLA sem áhuga hafa á mat og matarmenningu.
 
Fyrirkomulag námskeiðsins er annars vegar tvö ½ dags námskeið með fjölbreyttri fræðslu og hins vegar gefst þeim sem komnir eru af stað með hugmyndavinnu, hafa gert tilraunir með framleiðslu eða eru að framleiða en vilja breyta eða bæta vöru sína kostur á nokkurs konar „stefnumóti“ við hóp sérfræðinga þar sem ítarlega væri farið yfir vöru eða vöruhugmyndina og framleiðandinn fengi sérhæfða ráðgjöf og endurgjöf um vöruna sjálfa, umbúðirnar eða markaðsmál.  Hægt er að sækja einn fyrirlestur eða alla, allt eftir þörf þátttakenda.

 

Námskeiðið hefst  fimmtudaginn 28. október  kl. 8.30. Kennt verður í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði og í Skor Þekkingarsetri á Patreksfirði.

Nánari lýsing á námskeiðum er eftirfarandi:

 

Fimmtudagur 28. október

Matartengd ferðaþjónusta. Laufey Haraldsdóttir frá Háskólanum á Hólum
Vestfirskur matur og menning.  Jóna Símonía Bjarnadóttir Sagnfræðingur

 

Þátttökugjald 2.000 kr.

 

Fimmtudagur 4. nóvember

Matarhönnun.  Helga B Jónasardóttir og Edda Gylfadóttir frá hönnunarfyrirtækinu Björg í Bú

Veisla að Vestan. Ásgerður Þorleifsdóttir frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða

 

Þátttökugjald 2.000 kr.

 

Mánudagur 15. nóvember

Stefnumót framleiðenda og sérfræðinga opið þeim sem komnir eru með hugmynd að vöru eða eru með vöru sem þau vilja þróa nánar gefst kostur á að hitta hóp sérfræðinga þar sem ítarlega er farið yfir vöru eða vöruhugmyndina og framleiðandinn fær sérhæfða ráðgjöf og endurgjöf um vöruna sjálfa, umbúðirnar eða markaðsmál.

 

Þátttökugjald 6.000 kr.

 

ATH TAKMARKAÐUR FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA ER Á STEFNUMÓTIÐ.

 

Nú eru tækifærin - Hér er aðstoðin! - Ertu að spá? - Skráðu þig strax!!!