| | |

Skýrsla nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði þann 15. mars 2007 til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum hefur lokið störfum og skilað skýrslu með margvíslegum tillögum.

Nefndin áætlar að tillögurnar 37 geti skapað um 80 störf sem kalla myndi á viðbótarkostnað upp á rúmlega 500 m.kr. á ári þegar þær eru að fullu komnar til framkvæmda.