| | |

Sóknarbraut á Patreksfirði hefst 3. september

 

Sóknarbraut er hagnýtt námskeið um rekstur fyrirtækja með áherslu á þróun hugmynda, markaðssetningu, stjórnun og fjármál. Námskeiðið er 36 kennslustundir sem skiptast í 9 hluta. Markmiðið er að veita þátttakendum hagnýta menntun og stuðning sem hvetur þá til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og nýta þau tækifæri sem eru til staðar.  Menntunin fer fram á fræðilegum og faglegum grunni og á námstímanum vinna þátttakendur að ákveðnu verkefni sem byggir á þeirra eigin viðskiptahugmynd.
 
 
Tilgangur námskeiðsins er að brúa bilið á milli hugmyndar og markvissrar framkvæmdar með því að leiðbeina og þjálfa þátttakendur í því að takast á við frumkvöðlastarf, stjórnun og rekstur fyrirtækis. 

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, þjálfun, viðtölum og verkefnum sem tengjast þeirri hugmynd sem hver einstaklingur vinnur að hverju sinni. 
Meðal verkefna sem unnin verða eru viðskiptaáætlun, kynning á viðskiptahugmynd, skipulagning kynningarbæklings og heimasíðu. 
Námskeiðið Sóknarbraut hentar sérstaklega vel einstaklingum sem starfa sem stjórnendur í minni fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hug á að hrinda í framkvæmd viðskiptahugmynd eða stofna eigið fyrirtæki.  Sóknarbraut er opin jafnt körlum sem konum og ekki er gerð krafa um sérstaka undirbúningsmenntun. Hver þátttakandi vinnur að ákveðinni viðskiptahugmynd undir handleiðslu verkefnisstjóra og kennara meðan á námskeiðinu stendur. 
 Kennslan fer fram með fyrirlestrum og verkefnum í kennslutímum en kennt verður á fimmtudögum frá kl 12.30-17.00.
Námskeiðið kostar 35.000 kr. og eru öll námskeiðsgögn innifalin.

Hægt er að fá frekari upplýsingar um námskeiðið hjá Selmu Dögg Sigurjónsdóttur, verkefnisstjóra hjá Impru, selma@nmi.is, sími: 460-7975 og Guðrúnu Eggertsdóttur, verkefnisstjóra hjá Atvest á Patreksfirði, gudrun@atvest.is, sími: 490 2350