| | |

Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu

 

Viltu taka þátt í að móta leiðir til að auka veg staðbundinna matvæla innan ferðaþjónustunnar?

 

Ráðstefna og málstofa á sveitahótelinu Smyrlabjörgum í Suðursveit 26.-27. október 2011

 

Hvernig getur staðbundin matvælaframleiðsla stuðlað að sjálfbærni í ferðaþjónustu?
Hvernig skal staðið að markaðssetningu staðbundinna matvæla, hvaða kröfur skal setja?
Er til mælikvarði fyrir vottun á sjálfbærni sem frumkvöðlar geta unnið að, hvernig á hann að vera?

Ráðstefnan hefst miðvikudaginn 26. október kl 9:30 með fyrirlestrum. Fimmtudaginn 27. október verður haldin málstofa þar sem eftirfarandi málefni verða rædd í rýnihópum.

 

  • Upprunamerkingar og markaðssetning svæðisbundna matvæla
  • Staðbundin sjálfbærni, samstarf einstaklinga, fyrirtækja og opinbera aðila, vottun á sjálfbærni

 

Vinnuhópar skila inn greinagerð um stöðu mála í dag og tillögum að betrumbótum.

 

Þátttaka á ráðstefnunni er ókeypis. Þátttakendur fá sérstakt tilboð í gistingu og kvöldverð á Smyrlabjörgum. Gisting með morgunverð kr. 5.500 - kvöldverður kr. 2.800. Rútuferð í boði frá flugvellinum á Hornafirði að Smyrlabjörgum fyrir þá sem koma með flugi (40 mín).

 

 

Málþingið er liður í verkefninu Matur og sjálfbær ferðþjónusta sem er eitt af öndvegisverkefnum RANNÍS. Verkefnishópinn skipa Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Þróunarfélag Austurlands, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Rannsóknarsetur HÍ á Hornafirði og Háskóli Íslands (sjá nánar um verkefnið hér að neðan).

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á: www.matis.is og www.nmi.is

 

Taktu þátt í mótun sjálfbærra leiða í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu!

 

Skráning fer fram hér: tinna(at)nmi.is