| | |

Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð í fjárfestingum og fjármálastjórnun

 

Sú fjármálakreppa sem riðið hefur yfir heiminn hefur stórlega ýtt undir kröfur um aukna ábyrgð og sjálfbærni í fjármálum og fjárfestingum. Því standa Útflutningsráð Íslands og Eþikos í samvinnu við Fjárfestingarstofu, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Samtöl fjárfesta og Samtök fjármálafyrirtækja fyrir námskeiði um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgar fjárfestingar og fjármálastjórnun.
 
Námskeiðið er haldið föstudaginn 23. október 2009, kl. 08.30 - 16.00 í Háskólanum í Reykjavík
Markmið námskeiðsins er að kenna hvernig haga megi fjármálastjórnun og fjárfestingum undir formerkjum samfélagsábyrgðar og gera þátttakendum kleift að sækjast eftir þeim fjárhagslega ávinningi og tækifærum sem í því felast
 
Þátttökugjald er 39.900 kr., innifalið er námskeiðsgögn, hádegisverður og kaffi.
Skráning fer fram á netfanginu utflutningsrad@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. Nánari upplýsingar eru að finna hér.