| | |

Samvinna ferðaþjóna á svæði Reykhólahrepps, Stranda og Dala

Ferðaþjónusta hefur aukist nokkuð á Vestfjörðum. En háönnin hefur verið stutt og ýmislegt mætti betur fara til að laða ferðafólk meira á staði sem ekki eru jafn fjölsóttir og til dæmis Látrabjarg og Dynjandi. 

Bjarnheiður ferðafulltrúi Dala og María atvinnuþróunafulltrúi á Reykhólum og Ströndum hafa áhuga á að blása lífi í samstarf ferðaþjóna að svæðinu. Tilgangurinn væri að efla ferðamennsku á haustin og veturna og koma þjónustunni betur á framfæri. Á næstunni verður haft samband við ýmsa þá sem vitað er að hafa þjónað ferðafólki, en nýtt fólk er velkomið í hópinn og ætti að hafa samband í tölvupósti sem hér segir: ferdamal (hjá) dalir.is   og mmaaria  (hjá) atvest.is . Stefnt er að því að efla tengsl, þróa afþreyingu og koma henni betur á framfæri, efla merkingar og upplýsingar til ferðafólks.