| | |

Ráðstefna um sjávarútvegsmál

Þann 11. september síðastliðinn var haldin ráðstefna í Flókalundi á vegum Sjávarútvegsklasa Vaxtarsamnings Vestfjarða. Ráðstefnan fjallaði um hvort íslenskur sjávarútvegur væri að glata sérstöðu sinni. Til að nálagst viðfangsefnið var rætt almennt um stöðu sjávarútvegsins og þau málefni sem eru í brennidepli á mörkuðum erlendis.
Það hefur varla farið fram hjá neinum að umhverfissjónarmið eru farin að vega afskaplega þungt í öllum umræðum. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa fengið skilaboð um skert aðgengi að mörkuðum nema að vörur séu umhverfisvænar og er þetta greinilega eitthvað sem markaðurinn er að kalla á. En sem betur fer hafa íslensk fyrirtæki og stjórnvöld verið við þessu búin og hafa verið í viðræðum við erlenda vottunaraðila og eru einnig að huga að íslenskri umhverfisvottun.
Erlendu vottunaraðilarnir eru margvíslegir og eru Marine Stewardship Council (MSC) klárlega stærstir hvað varðar umhverfisvottun á sjávarafurðum. Fótspor þeirra á mörkuðum er víða og er þeirra vinna eftirtektarverð að mörgu leyti. Þeirra staða er með þeim hætti að ekki er hægt að horfa fram hjá árangri þeirra. Það þarf þó að skoða allar svona vottanir með kostnaðarávinning í huga og á það bæði við erlend og íslensk merki.
Íslenska umhverfisvottunin er enn í mótun og er líklegt að vottunin geti komist í gagnið á næsta ári. En þessi vinna er tímafrek enda þarf að vinna hana faglega. Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur hjá LÍU er einn af lykilaðilum í þessari vinnu og mun hann tryggja að öll vinnan framundan verði í samræmi við kröfur markaðarins og í samræmi við þær alþjóðareglur sem eiga í hlut.
Þegar rætt er um umhverfismerki þá þarf að hafa í huga að íslenskur fiskur hefur löngum þótt gæðafiskur. Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra benti meðal annars á þetta í ræðu sinni á ráðstefnunni. Hjá honum kom fram að stórir aðilar á mörkuðum erlendis hafa álitið íslenskan uppruna vörunnar sem gæðastimpil. Ráðherrann undirritaði umhverfisyfirlýsingu þann 7. ágúst 2007 sem styrkir enn frekar stöðu og sérstöðu íslensks sjárvarútvegs.
Mikilvægi sjárvarútvegs þarf ekki að fjölyrða um og fór Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar Verslunar yfir það. Þrátt fyrir að vægi sjávarútvegsins í landsframleiðslu hafi minnkað verður alltaf að hafa í huga að eitt starf í sjávarútvegi leiðir af sér þrjú þjónustustörf. Þær hagræðingar sem hafa átt sér stað í sjávarútvegi hafa einnig leitt til þess að greinin stendur sterk eftir á og ætti framtíðin að vera tiltölulega björt.
Ráðstefnugestir voru að vonum áhugasamir um ofangreind mál enda flest allir þátttakendur í Sjávarútvegsklasa Vaxtarsamnings Vestfjarða og tengdust málefnunum með beinum hætti. Í umræðum ráðstefnugesta kom fram að tímasteningar varðandi vinnu íslendinga við umhverfismerki þarf að hraða eins og hægt er án þess að það bitni á fagmennsku. Það má ekki horfa fram hjá erlendum vottunaraðilum og verður að horfa á þá eins og hvert annað markaðstækifæri. Almennt má segja að staða vestfirskra fyrirtækja sé þannig að fyrirtæki hafa fundið markaði og afurðir sem eiga að hámarka hag þeirra og munu fyrirtækin skoða umhverfisvottanir með viðskiptalegu tilliti. Efnahagsástandið hefur bitnað á útrásarverkefnum, en almennur rekstur fyrirtækja er í þokkalegu jafnvægi. Framtíðin byggist ekki síður á því að kvótasetningin og aflamarksákvarðanir verða að skila sér til langs tíma þ.e.a.s. þyngdaraukningu og nýliðun í fiskistofnum. Samhliða þessu þarf að hlúa að fiskeldi og bættri markaðssetningu íslenskra sjávarafurða.
Miðað við það sem kemur fram í þessari grein er ljóst að vestfirsk sjávarútvegsfyrirtæki fylgjast vel með því sem gerist á mörkuðunum og eru meðvituð um það sem þarf að gera og þess sem betur má fara. Sérstaða íslensks (og þar af leiðandi vestfirsks) sjávarútvegs er til staðar og nauðsynlegt að hlúa að þeirri sérstöðu með öllum þeim leiðum sem hægt er. Atvest og Vaxtarsamningur Vestfjarða eru meðal annars að vinna að þróunarverkefnum í þessum tilgangi.
Ítarlega samantekt á ráðstefnunni er hægt að nálagst hjá undirrituðum.


Athugasemdir

#1

cartier replica, mnudagur 21 mars kl: 06:09

Hi
thanked for this info ..... :-)

#2

replica handbags, mivikudagur 29 jn kl: 03:44

Miðað við það sem kemur fram í þessari grein er ljóst að vestfirsk sjávarútvegsfyrirtæki fylgjast vel með því sem gerist á mörkuðunum og eru meðvituð um það sem þarf að gera og þess sem betur má fara.

#3

replique Panerai, rijudagur 19 jl kl: 06:26

All kinds of noble watches, welcome to buy

#4

gucci replica, mivikudagur 21 desember kl: 06:02

Samhliða þessu þarf að hlúa að fiskeldi og bættri markaðssetningu íslenskra sjávarafurða.

#5

Replica Louis Vuitton, mnudagur 16 janar kl: 07:18

Það má ekki horfa fram hjá erlendum vottunaraðilum og verður að horfa á þá eins og hvert annað markaðstækifæri.

#6

Mike Craig, mivikudagur 26 aprl kl: 11:45

Very nice post. Seems to be very informative.

#7

Apps Developer in India, fstudagur 28 aprl kl: 06:39

Conferences like these should be held more often to keep making improvements in the system. These steps are very important to be taken.

#8

breitling replica, laugardagur 29 jl kl: 03:43

These steps are very important to be taken.

#9

replica watches uk, fimmtudagur 03 gst kl: 08:37

great

#10

Cheap Assignment Writing Service, rijudagur 16 janar kl: 07:24

Fishing is relatively a sport or habit that should be done within boundaries.

#11

write my assignment for me, mivikudagur 17 janar kl: 05:47

Great informative site. I'm really impressed after reading this blog post. I really appreciate the time and effort you spend to share this with us! I do hope to read more updates from you.

#12

assignment writing services uk, mivikudagur 17 janar kl: 05:50

Truly I appreciate the effort you done to share the information. The topic now I found keep on effective to the matter which I continued exploring for a long time.

#13

Essay Writing Service, fimmtudagur 18 janar kl: 13:03

The International Fisheries Observer and Monitoring Conference is the principle universal discussion for working and tending to issues on fisheries eyewitness programs, developing checking innovations, and fishery subordinate information gathering.

Skrifaðu athugasemd: