| | |

Opinn fundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Opinn fundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins í samvinnu Fjórðungssambands Vestfirðinga, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samgöngu- og sveitarstjórnarréðuneytisins verður haldinn í Háskólasetri Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði og með fjarfundabúnaði í Skor, Þróunarsetri Patreksfirði og í Grunnskóla Reykhólahrepps, föstudaginn 15. janúar kl 16.30. 

 

Ávörp flytja Kristján L Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Halldór Halldórsson formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Anna Guðrún Edvardsdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga. Kynningarerindi verða síðan flutt að hálfu starfshópsins, þeir eru Flosi Eiríksson og Sigurður Tómas Björgvinsson. 

 

Fundurinn er öllum opinn.  Nánar um efni fundarins er að finna hér