| | |

Nýsköpunarstyrkur til að ráða námsmann

Auglýst er eftir umsóknum um 4 styrki að upphæð ein milljón hver  til fyrirtækja og/eða stofnana sem eru lögaðilar á Vestfjörðum,  til þess að ráða nýútskrifaðan háskólanema í nýsköpunarverkefni eða þróunarverkefni á vegum fyrirtækisins/stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að umsækjandi leggi fram a.m.k. jafnháa upphæð laun og launatengdum gjöldum fyrir viðkomandi starfsmanni.

 

Nýsköpun:  Ný eða verulega betrumbætt vara/þjónusta.  Þetta getur átt einnig við nýjar aðferðir til að stunda viðskipti með vörur, nýjar markaðsaðferðir, nýir ferlar  osfrv.

Nýútskrifaður háskólanemi: Miðað er við að viðkomandi starfsmaður hafi útskrifast á síðastliðnum 12 mánuðum.

Áhugaverðustu hugmyndirnar myndu ákjósanlegast vera um framleiðslu á nýrri vöru/þjónustu sem hefur góða markaðsmöguleika á mörkuðum fyrir utan Vestfirði.  Mjög mikilvægt er að markaðsmöguleikar séu trúverðugir, vel ígrundaðir og rökstuddir.

Starfsemi hugmyndar/fyrirtækisins/stofnunnar þarf að miða að uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum 

Umsóknarfrestur er til 14.maí 2014

Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið shiran@atvest.is.  Jafnframt svarar Shiran Þórisson öllum fyrirspurnum um verkefnið rafrænt.

Umsókn skal innihalda eftirfarandi kafla

  1. Almennar upplýsingar um fyrirtækið sem sækir um og starfsemi þess.  (Kennitala, heimilsfang, nafn tengiliðar, netfang og eftir atvikum fleiri upplýsingar eiga að koma fram í þessum hluta).  Vinsamlegast gerið grein í þessum hluta fyrir öðrum opinberum styrkjum sem verkefnið  hefur fengið eða áætlar að sækja um vegna verkefnisins.
  2. Lýsing á nýsköpunarverkefni/þróunarverkfeni.
  3. Markaðsmöguleikar fyrir væntanlega afurð úr verkefninu.
  4. Hvaða áhrif getur þetta verkefni haft á atvinnuppbyggingu á Vestfjörðum og hvaða þýðingu hefur verkefnið fyrir fyrirtækið sem sækir um styrkinn.
  5. Útlistun á þeim áhættuþáttum sem fyrir hendi eru.

Umsóknin að vera að hámarki 2000 orð.  Vinsamlegast hafið texta hnitmiðaðan og stuttan.

Viðauki við umsóknina samanstendur af eftirfarandi liðum

  1. Ferilskrá þess starfsmanns sem er áætlaður í starfið ásamt námsferilskrá. Ef margar líkar umsóknir berast verða umsóknir metnar út frá námsárangri viðkomandi.
  2. Síðasti fyrirliggjandi ársreikningur fyrirtækisins sem sækir um styrkinn.
  3. Eftir atvikum fleiri gögn, sem fyrirtæki/stofnun telur gagnleg/nauðsynleg til að meta umsókn.

Matsnefnd fer yfir umsóknir í nefndinni eru; Ásthildur Sturludóttir, Peter Weiss og Andrea Jónsdóttir.

Starfsmaður nefndarinnar er Neil Shiran Þórisson