| | |

Nýsköpunarnámskeið Grunnskólana á Sunnanverðum Vestfjörðum

Vinningshafarnir frá Sunnanverðum Vestfjörðum
Vinningshafarnir frá Sunnanverðum Vestfjörðum

Þann 26.-27. apríl sl. var haldin nýsköpunarnámskeið grunnskólana á Sunnanverðum Vestfjörðum á Patreksfirði. Nemendur í 8, 9 og 10. bekk frá Grunnskólanum á Tálknafirði og Grunnskólum Vesturbyggðar tóku þátt í námskeiðinu.

Námskeiðið stóð yfir í tvo daga og héldu starfsmenn Atvinnuþróunarfélagsins á Vestfjörðum utanum námskeiðið og voru nemendum innan handar við handleiðslu ásamt því að halda fyrirlestra um markaðsmál og gerð fjárhagsáætlana.

Markmiðið var að nemendur myndu fullvinna viðskiptahugmynd á námskeiðinu og útbúa kynningu sem hópurinn mundi kynna fyrir dómnefnd í lok námskeiðsins. Dómnefndin valdi þrjár bestu nýsköpunarhugmyndirnar. 

Á námskeiðinu komu fram margar afar áhugaverðar nýsköpunarhugmyndir og var fjölbreytni þeirra mikil.

Í fyrsta sæti var hugmyndin 'Home Locator' sem er staðsetningarborði ásamt 'Appi' sem hægt er að nota til að fylgjast með öllum þínum persónulegu munum, allt frá lyklum til barna. 

Í öðru sæti var verkefnið 'Þaratrefjar' þar sem viðfangsefnið var að vinna trefjar úr þara sem kæmi í stað trefja sem í dag eru unnar úr trjám.

Í þriðja sæti var 'Double Tube' sem er nýstárlegt verkfæri sem auðveldar alla vinnu í eldhúsinu.