| | |

Nýsköpunarstyrkir Landsbankans

 Markmið nýsköpunarstyrkja Landsbankans er gefa frumkvöðlum tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru eða þjónustu. Nýsköpunarstyrkjum er jafnframt ætlað að styðja við frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða sækja námskeið sem sannanlega byggir upp færni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.

Árið 2011 verða veittir 27 nýsköpunarstyrkir, samtals að fjárhæð 15.000.000 kr. Tekið er á móti umsóknum til og með 16. september 2011.

Skipting styrkja er með eftirfarandi hætti:

 • ·       7 styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver.
 • ·       20 styrkir að upphæð 400.000 kr. hver.

Verkefni sem einkum koma til greina eru:

 • ·       Ný viðskiptahugmynd.
 • ·       Þekkt viðskiptahugmynd sem er þróuð fyrir nýtt markaðssvæði.
 • ·       Ný vara.
 • ·       Verkefni sem skapa nýjungar, annað hvort fyrirtækis í rekstri eða í nýju fyrirtæki.
 • ·       Námskeið sem sannanlega byggja færni/þekkingu sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.
 • ·       Kaup á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar. Með kaupum á sérfræðiþjónustu er m.a. átt við gerð viðskiptaáætlunar, markaðsáætlunar, markaðsrannsóknir, vöruprófanir, hönnun umbúða og markaðsefnis eða sambærilegt.

Forsendur:

 • ·       Allir sem sækja um verða að gera grein fyrir verkefninu á sérstöku umsóknareyðublaði.
 • ·       Umsækjendur verða að skýra frá því hvernig styrk verði varið.
 • ·       Krafa er gerð um að viðskiptahugmyndin sé vel útfærð og markmiðin skýr.
 • ·       Verkefnið skal fela í sér von um fjárhagslegan ávinning til framtíðar.
 • ·       Hægt er að óska eftir stuttri lokaskýrslu um nýtingu á fjárstyrk.
 • ·       Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna hér.