| | |

Nýr framkvæmdastjóri AtVest

Þorgeir Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. og mun hefja störf um næstu mánaðamót. Þorgeir er 44 ára gamall og lauk BS námi í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum í Bodö í Noregi árið 1988, framhaldsnámi í alþjóðaviðskiptum frá Norwegian School of Management í Skedsmo í Noregi árið 1989 og er að ljúka MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík innan skamms. Þorgeir hefur m.a. starfað hjá Marel hf., Útflutningsráði Íslands, ICECON og IMG Ráðgjöf auk þess að hafa verið stundakennari í alþjóðaviðskiptum við ýmsa skóla undanfarin ár.