| | |

Námsmannastyrkir fyrir lokaverkefni

Vaxtarsamningur Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Háskólasetur Vestfjarða auglýsa til umsóknar styrki fyrir námsmenn á lokastigum síns náms. Lögð er áhersla að styðja við Háskólanema frá Vestfjörðum (með lögheimili á Vestfjörðum eða í námi í gegnum Háskólasetur Vestfjarða). Háskólanemendur utan Vestfjarða verða að hafa skýra tengingu við jákvæða þróun svæðisins til að koma til greina.

 

Verkefni eiga að tengjast rannsóknum, nýsköpun og þróun í ákveðinni atvinnugrein eða fyrir atvinulífið í heild sinni og eiga verkefnin að miðast við uppbyggingu samfélags og atvinnulífs á Vestfjörðum. Gerð er krafa um samstarf við fyrirtæki/stofnun innan Vestfjarða eða stofnun á landsvísu, sem sinnir málefnum Vestfjarða og er krafa að a.m.k. eitt fyrirtæki eða stofnun komi að verkefninu.

 

Sjá nánar á vef VaxVest.