| | |

Námskeiðið Komdu í Land!

Námskeiðið Komdu í Land sem vera átti í janúar s.l verður haldið 12. og 13. febrúr n.k á Hótel Ísafirði.


Útflutningsráð stendur fyrir námskeiðinu í samvinnu við Cruise Iceland og er um fræðslu-og ráðgjafarverkefni að ræða sem miðast að því að ná til farþega skemmtiferðaskipa sem ekki fara í skipulagðar skoðunarferðir.

Tilgangur þeirrar vinnu sem felst í verkefninu er að skoða möguleika á hverjum stað fyrir sig og vinna í sameiningu að því hvernig hægt er að byggja upp aukna þjónustu fyrir farþega skemmtiferðaskipa og áhafnarmeðlimi sem ekki eru að fara í skipulagðar ferðir.
Veitingastaðir, Verslanir, Söfn og önnur afþreying, leigubílstjórar og allir þeir sem koma að þjónustu við ferðamenn til Ísafjarðar eru hvattir til að kynna sér námskeiðið.

Námskeiðið hefst báða dagana kl 09.00 og styður Vaxtarsamningur Vestfjarða fyrirtæki til þátttöku og er þátttökugjald aðeins 7.000 kr

Skráning og nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorleifsdóttir hjá Atvest í síma 450 3053 eða á netfangið asgerdur@atvest.is