| | |

Nýir starfsmenn AtVest

Auglýst voru tvö störf hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða í byrjun október s.l., annarsvegar starf verkefnisstjóra Vaxtarsamnings Vestfjarða og hinsvegar staða sérfræðings á atvinnuþróunarsviði með áherslu á ferðamál.

Ákveðið hefur verið að ráða Neil Shiran Þórisson, Ísafirði í stöðu verkefnisstjóra Vaxtarsamnings og Ásgerði Þorleifsdóttur, Reykjavík í stöðu sérfræðings. Shiran mun hefja störf nú byrjun nóvembermánaðar en Ásgerður væntanlega í byrjun desember n.k..

Félagið býður þau velkomin til starfa og væntir mikils af þeirra framlagi.