| | |

Neytandinn og netbyltinginn - tímamótaráðstefna á Ísland - 17.október

Skoðað verður það nýjasta sem er að gerast í dreifingu og markaðssetningu á netinu,
netsamfélög, farsímamarkaðssetning og vörumerkjasamvinna.

Ráðstefnan er fyrir seljendur og neytendur, listamenn, hönnuði, auglýsendur,
markaðsfólk og alla þá sem vilja fá yfirsýn yfir hvers netið er megnugt og hvaða
nýjungar eru í gangi og í vændum.

Róttækar hugmyndir um ný viðskiptamódel í dreifingu á afþreyingar- og menningarefni
með tilliti til höfundarréttar. Markaðsfólk sýnir dæmi um nýbreytni í
markaðssetningu. Pallborðsumræður verða um þróun netsamfélaga og hvernig efni og
vörum er komið á framfæri við neytendur. Skoðuð verður neytendahegðun í
netverslunarumhverfi og það nýjasta sem er að gerast í farsímatækni og
markaðssetningu.

 • Gerd Leonhard sem hefur verið í fararbroddi netbyltingarinnar frá upphafi heldur
  opnunarræðu.
 • Jane Pollard dregur upp mynd af markaðsátaki vegna útgáfu sóló plötu Thom Yorke
  söngvara í Radiohead og Iain Forsyth fjallar um Grinderman verkefni Nick Cave. Jan
  og Iain eru par sem jafnframt því að fara fyrir markaðsdeildum tveggja stærstu óháðu
  plötufyrirtækjanna í Bretlandi hafa getið sér gott orð sem listamenn (sjá
  www.iainandjane.com  ).
 • Ralph Simon sem jafnan er talinn brautryðjandi í notkun farsímatækni í
  afþreyingariðnaðinum stýrir pallborðsumræðum um farsímatækni og markaðssetningu og
  um neytandann og netverslunina. Ralph er einn stofnenda Jive og Zomba
  plötufyrirtækjanna og spáði réttilega fyrir um að farsímar yrðu leiðandi í miðlun
  tónlistar og afþreyingarefnis til yngri kynslóðarinnar. Það má því teljast mikill
  hvalreki að hann skuli koma til Íslands í fyrsta sinn í þessum tilgangi.
 • Tina El-Hage frá Guardian stýrir viðskiptasamningum Guardian við netsamfélög. Alison
  Wenham heimsforseti óháðra plötufyrirtækja og Denzyl Feigulson sem stjórnað hefur
  iTunes versluninni í Bretlandi og er nú einn aðalráðgjafi Coce Music taka þátt í
  pallborðsumræðum ásamt fjölda annarra áhugaverðra gesta.
 • Kitty von Somewhere CCP og GusGus, Árni Matthíasson mbl.is, Einar Örn Benediktsson
  grapewire.com, Hjálmar Gíslason Símanum og Stefán Hjörleifsson tónlist.is veita
  innsýn í það helsta sem er að gerast á Íslandi.Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og þátttakendur er að finna á
www.icelandicmusic.is  

Samstarfsaðilar að ráðstefnunni eru Nordic e-Marketing, Útflutningsráð Íslands og
Útón.

Ráðstefnan fer fram í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 105 Reykjavík frá kl.
09.30-17.00. Móttaka fyrir alla ráðstefnugesti verður haldin í Norræna húsinu strax
að ráðstefnu lokinni frá kl. 17.30-19.00.

Verð er 20.000 krónur.

Skráningar fara fram hjá Gretu í síma 511 4000 eða
greta@utflutningsrad.is  

Nánari upplýsingar veitir Anna Hildur Hildibrandsdóttir í síma 824 4371 eða
anna@icelandicmusic.is