| | |

Málþing - Ferðamál til Framtíðar í Vesturbyggð

Málþingið Ferðamál til framtíðar í Vesturbyggð verður haldið laugardaginn 22. nóvember n.k í Félagsheimilinu á Bíldudal og hefst kl 9.45. Fjöldi erinda verður á málþinginu og má þar nefna niðurstöður könnunar meðal ferðamanna á Vestfjörðum sumarið 2008, kynningu á stoðgreinum ferðaþjónustunnar, matartengd ferðaþjónusta, þróun ferðaþjónustunnar í Vesturbyggð, framtíðarsýn og sóknarfæri og margt fleira. Nánari upplýsingar um málþingið er hægt að nálgast á www.vesturbyggd.is og hjá Magnúsi Hanssyni hjá Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði í síma 490 2301.
Málþingið stendur til kl 16.00