| | |

Málfundur um samstarfsmöguleika á sviði sjávarútvegs og fiskeldis

 

Málfundur um samstarfsmöguleika á sviði sjávarútvegs og fiskeldis, miðvikudaginn 30. júní kl 10-12 í Háskólasetri Vestfjarða.
 
KINKI Háskóli í Japan er framarlega á heimsvísu í rannsóknum og menntun á sviði sjávarútvegs og fiskeldis.  Atvest hefur síðan í mars 2009 unnið að því að byggja upp tengsl við KINKI Háskóla með tvö megin markmið í huga:
1. Koma á formlegu sambandi og samstarfi milli KINKI Háskóla og Háskólaseturs Vestfjarða og skapa þannig grunn fyrir skipti á nemendum, kennurum og fræðimönnum/rannsóknaraðilum
2. Koma á formlegu samstarfi milli KINKI Háskóla annars vegar og atvest og sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum hins vegar, um fiskeldisverkefni sem unnið hefur verið að og/eða eru í undirbúningi.
 
Boðað er til málfundar þar sem Prófessor Sawada frá KINKI Háskóla mun kynna starfsemi skólans og eins verða kynningar á vegum Háskólaseturs Vestfjarða, nemenda í haf- og strandsvæðastjórnun, Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Vaxtarsamningi Vestfjarða.
 
Það er mikil viðurkenning fyrir mennta-, rannsóknar- og atvinnuþróunarumhverfið á Vestfjörðum að KINKI Háskóli skuli senda hingað fulltrúa sinn til eflingar samstarfs með þessum hætti.  Framundan eru spennandi tímar við að koma sérstöðu Vestfjarða á sviði sjávarútvegs og fiskeldis á framfærð á landsvísu og alþjóðlega, og þessi heimsókn og þetta málþing eru liður í því.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Þorgeir Pálsson hjá Atvest í síma 899-0020 eða á thorp@atvest.is