| | |

Menningarfulltrúi Vestfjarða á ferðinni

Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, verður á ferðinni á norðanverðum Vestfjörðum næstu daga, frá miðvikudeginum 17. október til laugardagsins 20. október. Hann mun í ferðinni heimsækja sveitarfélög, fyrirtæki, félög,
stofnanir og einstaklinga sem eftir því leita í Súðavíkurhreppi, Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Þeir sem áhuga hafa á spjalli eða fundi eru hvattir til að hafa samband í síma 891-7372.

Menningarfulltrúinn er tilbúinn til skrafs og ráðagerða og engu skiptir hvor menn vilja ræða vítt og breitt um menningarmálin og möguleika á því sviði eða hvort menn eru að spekúlera í styrkjum Menningarráðs Vestfjarða sem
auglýstir hafa verið.

Minnt er á að umsóknarfrestur um styrki frá Menningarráðinu er til 2. nóvember og allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á vefsíðunni www.vestfirskmenning.is undir tenglinum Styrkir.