| | |

Margvíslegir möguleikar á styrkjum

Fjölmargir sjóðir hafa auglýst styrki á síðustu vikum til margvíslegra málefna. Menningarráð Vestfjarða hefur auglýst eftir styrkumsóknum í fyrri úthlutun ársins 2008 og er frestur þar til föstudagsins 14. mars. Menningarráð styrkti í desember siðastliðnum 52 vestfirsk menningarverkefni um upphæðir á bilinu 50 þús.- 1,5 milljónir.
Frestur til að sækja um í Fornleifasjóð er einnig til 14. mars og sama gildir um Menningarsjóð Finnlands og Íslands. Af öðrum sjóðum sem auglýst hafa eftir styrkjum má nefna Bókmenntasjóð, en frestur til að sækja um styrk í hann rennur út 15. mars næstkomandi. Einnig er rétt að minna á að næst rennur út frestur til að sækja um í Æskulýðssjóð þann 1. apríl, en sá sjóður auglýsir eftir styrkumsóknum fjórum sinnum á ári.
Næsti umsóknarfrestur um Frumkvöðlastuðning frá Impru rennur út 15. mars. Markmið Frumkvöðlastuðnings er að styðja við nýsköpunarhugmyndir einstaklinga og smærri fyrirtækja með því að veita styrki til verkefna sem stuðla að framþróun viðskiptahugmynda. Einstaklingar og fyrirtæki á landsbyggðinni eru sérstaklega hvött til að senda inn umsókn að þessu sinni