| | |

Málefni ATVEST á Fjórðungsþingi

Á nýliðnu haustþingi  Fjóðrungssambands Vestfjarða var rætt um tengsl Atvinnuþróunarfélagsins og Fjórðungssambandsins. Þingið  samþykkti eftirfarandi ályktanir. 

Framtíðarsýn um stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar - Samstarf FV og Atvest


1. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga haldið á Hólmavík 9. og 10. september 2016 samþykkir að veita stjórn FV umboð til þess að annast framkvæmdarstjórn Atvest tímabundið.
2. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga veitir stjórn FV umboð til að leiða umræður um stofnun Vestfjarðarstofu í samstarfi við stjórn Atvest, niðurstöður þeirra umræðna verða lagðar fram á 62. fjórðungsþingi vorið 2017.

Nánar má kynna sér gögn þingsins á síðu Fjóðrungssambandins